Paula Hitler

Þann 1. júní 1960 and­að­ist 64 ára gömul kona sem bjó í smá­bænum Berchtesgaden í Þýskalandi, rétt fyrir landa­mæri Austurríkis. Hún bjó ein og átti ekki mikið af kunn­ingjum, svo and­lát hennar vakti litla athygli. Ættingjar mættu engir í útförina. Hún hafði borið nafnið Paula Wolff og í Berchtesgaden vissu menn ekki annað en það væri hennar rétta nafn. Það vakti því svo­litla eft­ir­tekt um skeið þegar á leg­steini hennar birt­ist annað nafn. Paula Hitler. Því þetta var systir Adolfs. Lesið meir
Back to Top